Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Vinnuskóla Norðurþings fyrir sumarið 2015
Hér er hlekkur inn á rafrænt umsóknareyðublað:
Rafrænt umsóknareyðublað
Helstu upplýsingar og reglur Vinnuskólans - lesist
vel.
Í sumar verður Vinnuskóli Norðurþings starfandi fyrir ungmenni fædd árin 2000 og 2001, þ.e. þá sem í vor ljúka 8. og 9. bekk. Vinnuskólinn er að þessu sinni ekki í boði fyrir ungmenni sem eru að ljúka 10. bekk en þeim býðst að sækja félagsmiðstöð sem verður starfrækt í allt sumar.
Árgangur 2001 mætir í Tún kl. 08:00 mánudaginn
6. júlí
Árgangur 2000 mætir í Tún kl. 08:00
mánudaginn 15. júní
Laun eru sem hér segir:
Unglingar fæddir 2001, 459 krónur á klst. Unnið í 4 vikur - Tímabil 6. júlí - 31. júlí
Laun eru sem hér segir:
Unglingar fæddir 2001, 459 krónur á klst. Unnið í 4 vikur - Tímabil 6. júlí - 31. júlí
Unglingar fæddir 2000, 570 krónur
á klst. Unnið í 5 vikur - Tímabil 15. júní - 17. júlí
Skipulag starfsemi:
Vinnuskólinn er rekinn af Norðurþingi og
heyrir undir Tómstunda- og æskulýðssvið Norðurþings. Dagleg stjórn
Vinnuskólans er í höndum flokkstjóra. Helstu verkefni Vinnuskólans varða
snyrtingu og fegrun bæjarins og umhverfi hans. Einnig munu unglingarnir
vinna að skemmtilegum og uppbyggilegum hliðarverkefnum. Unnið er alla
virka daga vikunnar, 4 klukkustundir á dag. Vinnudagurinn er frá 8:00 til
12:00.
Röðun í flokka:
Vinnuskólinn lítur svo á að unglingar
þurfi að venjast því að vinna með hverjum sem er. Þeim er því ekki raðað
eftir vinahópum. Ekki er víst að þeir sem eru settir í hóp í upphafi
verði saman allt sumarið. Margar ástæður geta orðið til þess að
endurraða þurfi í hóp eða hópa.
Helstu kröfur til nemenda Vinnuskólans:
Gert er ráð fyrir að unglingur sem sækir
um vinnu í Vinnuskóla Norðurþings sé með umsókn sinni að lýsa yfir áhuga sínum
á því að taka þátt í starfi skólns og vinna samviskusamlega þau verk sem honum
eru falin. Unglingnum ber að sýna kurteisi í samskiptum við stjórnendur
skólans, íbúa sveitarfélagsins og þá sem með honum vinna. Klæðnaður þarf
að vera í samræmi við veður og vinnuaðstæður hverju sinni. Unglingar eru
beðnir um að hafa með sér nesti til að neyta í kaffitímum. Tóbaksnotkun
er alfarið bönnuð í Vinnuskólanum. Fari unglingur ekki að tilmælum
flokkstjóra eða sætti sig ekki við þær starfs- og vinnureglur sem gilda í
Vinnuskólanum verður honum gefið tækifæri til að bæta sig. Beri það ekki
árangur er hann sendur heim launalaust í lengri eða skemmri tíma og verður
forráðamönnum þá gert viðvart.
Ofnæmi eða aðrir kvillar:
Vinnuskólinn reynir að mæta vandamálum
vegna ofnæmis eða annarra sambærilegra kvilla. Til að hægt sé að taka
tillit til slíkra beiðna þarf að fylgja vottorð sérfræðings.
Myndatökur:
Í sumar verður tekið upp myndefni af
starfsemi Vinnuskólans til kynningar og skemmtunar. Forráðamenn þeirra sem kjósa að birtast ekki
á mynd skulu óska eftir því áður en Vinnuskólinn tekur til starfa. Fullt tillit verður tekið til þeirra óska.
Nánari upplýsingar veita
Aðalbjörn Jóhannsson yfirflokkstjóri, tun@nordurthing.is sími: 8455541
Sigurður Narfi Rúnarsson yfirmaður Vinnuskólans, tun@nordurthing.is sími: 6635290.
Aðalbjörn Jóhannsson yfirflokkstjóri, tun@nordurthing.is sími: 8455541
Sigurður Narfi Rúnarsson yfirmaður Vinnuskólans, tun@nordurthing.is sími: 6635290.
Með því að senda inn umsókn staðfestir
foreldri/forráðamaður að hafa kynnt sér reglur þessar.
Rafrænt umsóknareyðublað
Engin ummæli:
Skrifa ummæli