Tekið er við umsóknum í Vinnuskólann frá deginum í dag, til og með mánudeginum 27. maí.
Rafrænt umsóknareyðublað er í hlekknum hér neðar á síðunni.
Helstu upplýsingar og reglur Vinnuskólans - lesist vel.
Árgangur 1999 mætir í Tún kl. 08:00 mánudaginn 8.júlí.
Árgangur 1998 mætir í Tún kl. 08:00 mánudaginn 10.júní
Árgangur 1997 mætir í Tún kl. 08:00 þriðjudaginn 18.júní.
Laun eru sem hér segir:
Unglingar fæddir 1999, 422 krónur á klst. Unnið í 4 vikur - Tímabil 8.júlí - 2.ágúst
Unglingar fæddir 1998, 525 krónur á klst. Unnið í 5 vikur - Tímabil 10.júní - 12.júlí
Unglingar fæddir 1997, 670 krónur á klst. Unnið í 8 vikur - Tímabil 18.júní - 9.ágúst.
Athugið að árgangur 1997 þarf að skila inn skattkorti.
Skipulag starfsemi:
Vinnuskólinn er rekinn af Norðurþingi og heyrir undir Tómstunda- og æskulýðssvið Norðurþings. Dagleg stjórn Vinnuskólans er í höndum flokksstjóra. Helstu verkefni Vinnuskólans varða snyrtingu og fegrun bæjarins og umhverfi hans. Unnið er alla virka daga vikunnar. Vinnutími er frá 08:00 til 12:00. Ekki er unnið eftir hádegi.
Röðun í flokka:
Vinnuskólinn lítur svo á að unglingar þurfi að venjast því að vinna með hverjum sem er. Þeim er því ekki raðað eftir vinahópum. Ekki er víst að þeir sem eru settir í hóp í upphafi verði saman allt sumarið. Margar ástæður geta orðið til þess að endurraða þurfi í hóp eða hópa.
Helstu kröfur til nemenda Vinnuskólans:
Gert er ráð fyrir að unglingur sem sækir um vinnu í Vinnuskóla Norðurþings sé með umsókn sinni að lýsa yfir áhuga sínum á því að taka þátt í starfi skólns og vinna samviskusamlega þau verk sem honum eru falin. Unglingnum ber að sýna kurteisi í samskiptum við stjórnendur skólans, íbúa sveitarfélagsins og þá sem með honum vinna. Klæðnaður þarf að vera í samræmi við veður og vinnuaðstæður hverju sinni. Unglingar eru beðnir um að hafa með sér nesti til að neyta í kaffitímum. Tóbaksnotkun er alfarið bönnuð í Vinnuskólanum. Fari unglingur ekki að tilmælum flokkstjóra eða sætti sig ekki við þæt starfs- og vinnureglur sem gilda í Vinnuskólanum verður honum gefið tækifæri til að bæta sig. Beri það ekki árangur er hann sendur heim launalaust í lengri eða skemmri tíma.
Ofnæmi eða aðrir kvillar: Vinnuskólinn reynir að mæta vandamálum vegna ofnæmis eða annarra sambærilegra kvilla. Til að hægt sé að taka tillit til slíkra beiðna þarf að fylgja vottorð sérfræðings.
Nánari upplýsingar veitir Sigurður Narfi Rúnarsson yfirmaður Vinnuskólans, tun@nordurthing.is sími: 6635290.
Með því að senda inn umsókn staðfestir foreldri/forráðamaður að hafa kynnt sér reglur þessar.
Styðjið á hlekkinn hér að neðan til að fylla út rafræna umsókn:
https://docs.google.com/forms/d/1O_-n1C8Cx-j6o5OMANRd1mlqKkfuTN60PkRv_VHFlwU/viewform
Engin ummæli:
Skrifa ummæli