þriðjudagur, 18. júní 2013

Í dag komu iðjuþjálfararnir Iris Myriam Waitz og Marzenna Katarzyna Cybulska í heimsókn og fjölluðu um líkamsbeitingu og vinnutækni.   Rétt líkamsbeiting er ekki eingöngu mikilvæg í líkamlegri vinnu heldur einnig í námi og frítíma.  Við kunnum þeim bestu þakkir fyrir komuna og vonum að unglingarnir okkar beiti sér rétt hér eftir til að koma í veg fyrir meiðsli og slit.

fimmtudagur, 13. júní 2013

Þriðjudaginn 18. júní kl. 08:00 á næsti hópur unglinga að mæta til vinnu í Tún - þeir sem voru að ljúka 10. bekk í vor.


Í flipanum "Bloggeymsla" hægra megin á skjánum má finna allar eldri færslur.  Undir hlekknum "maí" má finna færsluna "Vinnuskóli Norðurþings - Húsavík" .  Þar eru allar upplýsingar um mætingu, vinnutímabil og laun.

miðvikudagur, 12. júní 2013

Heimsfrumsýning á stuttmyndinni Timbur.

Í garðinum við Tún stóð þar til í dag tré sem mátti muna sinn fífil fegurri.  Einar okkar Traustason bauðst til að fella tréð og sýndi þar fádæma eljusemi og ósérhlífni.  Við í Vinnuskólanum erum stolt af okkar manni.

Við ítrekum að enn er hægt að sækja um:



Rafrænt umsóknareyðublað

Ávarp









Vaskir starfsmenn vinnuskólans í Túni.  Unglingarnir sitja starfsmannafundi og fylla út eigin vinnuskýrslur undir vökulu auga flokkstjóra sinna.

Níundubekkingar hófu störf mánudaginn 10. júní.  Fyrstu verkefni eru að hreinsa gönguleið 17. júní skrúðgöngunnar.  Allt gengur samkvæmt nákvæmustu áætlunum.....

Tíundubekkingar þurfa engu að kvíða - það er verið að landa samningum um gríðarlega spennandi verkefni....

Þeir sem enn eiga eftir að senda inn umsókn geta gert það með því að smella á hlekkin hér fyrri neðan:

Rafrænt umsóknareyðublað

þriðjudagur, 4. júní 2013



Allt að verða klárt.
Lokað hefur verið fyrir rafræna skráningu umsókna í Vinnuskólann. Til að sækja um starf hafið samband við Sigurð Narfa Rúnarsson í síma 6635290 eða netfangið tun@nordurthing.is

Fundur með foreldrum unglinga í vinnuskólanum verður í sal Borgarhólsskóla föstudaginn 7. júní kl. 17:00

Allir að mæta!

Athugið 


Miðstöð vinnuskólans verður í Túni  - ekki við skíðalyftuna.

Vinnudagurinn í hefst í Túni - uppáhalds frístundahúsinu okkar allra - og lýkur á sama stað!

mánudagur, 27. maí 2013

... Og umsóknirnar berast enn ...

Ef þið hafið ekki þær upplýsingar sem beðið er um í umsóknarforminu skrifið þið bara eitthvað í þann ramma - til dæmis 0 eða ;-)  það má alltaf bæta við frekari upplýsingum síðar.  Mestu skiptir auðvitað að reyna, gera sitt besta og fyllast stolti og gleði yfir vel útfylltri umsókn.  Góðar stundir.

miðvikudagur, 8. maí 2013

Kynning í Borgarhólsskóla

Í dag fengu unglingar í Borgarhólsskóla kynningu á Vinnuskólanum.  Hinn snjalli Aðalbjörn Jóhannsson fór þar yfir helstu markmið og vekefni Vinnuskólans og farið var yfir líflegar glærukynningar Brynju Rúnar Benediktsdóttur.  Þessir snillingar ásamt Einari Traustasyni - sem var vant við látinn vegna náms í Reykjavík - verða einmitt flokkstjórar Vinnuskólans í sumar.   Umsóknir eru þegar teknar að steyma inn...........

fimmtudagur, 2. maí 2013

Vinnuskóli Norðurþings - Húsavík.

Í sumar verður að venju rekinn Vinnuskóli fyrir nemendur efsta stigs grunnskóla í Norðurþingi.

Tekið er við umsóknum í Vinnuskólann frá deginum í dag, til og með mánudeginum 27. maí.

Rafrænt umsóknareyðublað er í hlekknum hér neðar á síðunni.

Helstu upplýsingar og reglur Vinnuskólans - lesist vel.


Árgangur 1999 mætir í Tún kl. 08:00 mánudaginn 8.júlí.
Árgangur 1998 mætir í Tún kl. 08:00 mánudaginn 10.júní
Árgangur 1997 mætir í Tún kl. 08:00 þriðjudaginn 18.júní.

Laun eru sem hér segir:
Unglingar fæddir 1999, 422 krónur á klst. Unnið í 4 vikur - Tímabil 8.júlí - 2.ágúst
Unglingar fæddir 1998, 525 krónur á klst. Unnið í 5 vikur - Tímabil 10.júní - 12.júlí
Unglingar fæddir 1997, 670 krónur á klst. Unnið í 8 vikur - Tímabil 18.júní - 9.ágúst.
Athugið að árgangur 1997 þarf að skila inn skattkorti.



Skipulag starfsemi:
Vinnuskólinn er rekinn af Norðurþingi og heyrir undir Tómstunda- og æskulýðssvið Norðurþings.  Dagleg stjórn Vinnuskólans er í höndum flokksstjóra.  Helstu verkefni Vinnuskólans varða snyrtingu og fegrun bæjarins og umhverfi hans.  Unnið er alla virka daga vikunnar.  Vinnutími er frá 08:00 til 12:00.  Ekki er unnið eftir hádegi.

Röðun í flokka:
Vinnuskólinn lítur svo á að unglingar þurfi að venjast því að vinna með hverjum sem er.  Þeim er því ekki raðað eftir vinahópum.  Ekki er víst að þeir sem eru settir í hóp í upphafi verði saman allt sumarið.   Margar ástæður geta orðið til þess að endurraða þurfi í hóp eða hópa.

Helstu kröfur til nemenda Vinnuskólans:
Gert er ráð fyrir að unglingur sem sækir um vinnu í Vinnuskóla Norðurþings sé með umsókn sinni að lýsa yfir áhuga sínum á því að taka þátt í starfi skólns og vinna samviskusamlega þau verk sem honum eru falin.  Unglingnum ber að sýna kurteisi í samskiptum við stjórnendur skólans, íbúa sveitarfélagsins og þá sem með honum vinna.  Klæðnaður þarf að vera í samræmi við veður og vinnuaðstæður hverju sinni.  Unglingar eru beðnir um að hafa með sér nesti til að neyta í kaffitímum.  Tóbaksnotkun er alfarið bönnuð í Vinnuskólanum.  Fari unglingur ekki  að tilmælum flokkstjóra eða sætti sig ekki við þæt starfs- og vinnureglur sem gilda í Vinnuskólanum verður honum gefið tækifæri til að bæta sig.  Beri það ekki árangur er hann sendur heim launalaust í lengri eða skemmri tíma.

Ofnæmi eða aðrir kvillar:  Vinnuskólinn reynir að mæta vandamálum vegna ofnæmis eða annarra sambærilegra kvilla.  Til að hægt sé að taka tillit til slíkra beiðna þarf að fylgja vottorð sérfræðings.

Nánari upplýsingar veitir Sigurður Narfi Rúnarsson yfirmaður Vinnuskólans, tun@nordurthing.is  sími: 6635290.

Með því að senda inn umsókn staðfestir foreldri/forráðamaður að hafa kynnt sér reglur þessar.

Styðjið á hlekkinn hér að neðan til að fylla út rafræna umsókn:

https://docs.google.com/forms/d/1O_-n1C8Cx-j6o5OMANRd1mlqKkfuTN60PkRv_VHFlwU/viewform