þriðjudagur, 18. júní 2013
Í dag komu iðjuþjálfararnir Iris Myriam Waitz og Marzenna Katarzyna Cybulska í heimsókn og fjölluðu um líkamsbeitingu og vinnutækni. Rétt líkamsbeiting er ekki eingöngu mikilvæg í líkamlegri vinnu heldur einnig í námi og frítíma. Við kunnum þeim bestu þakkir fyrir komuna og vonum að unglingarnir okkar beiti sér rétt hér eftir til að koma í veg fyrir meiðsli og slit.
fimmtudagur, 13. júní 2013
Þriðjudaginn 18. júní kl. 08:00 á næsti hópur unglinga að mæta til vinnu í Tún - þeir sem voru að ljúka 10. bekk í vor.
Í flipanum "Bloggeymsla" hægra megin á skjánum má finna allar eldri færslur. Undir hlekknum "maí" má finna færsluna "Vinnuskóli Norðurþings - Húsavík" . Þar eru allar upplýsingar um mætingu, vinnutímabil og laun.
miðvikudagur, 12. júní 2013
Níundubekkingar hófu störf mánudaginn 10. júní. Fyrstu verkefni eru að hreinsa gönguleið 17. júní skrúðgöngunnar. Allt gengur samkvæmt nákvæmustu áætlunum.....
Tíundubekkingar þurfa engu að kvíða - það er verið að landa samningum um gríðarlega spennandi verkefni....
Þeir sem enn eiga eftir að senda inn umsókn geta gert það með því að smella á hlekkin hér fyrri neðan:Rafrænt umsóknareyðublað
þriðjudagur, 4. júní 2013
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)